Hyndla ehf

Nægtarbrunnur þörunga.

 

Kjarninn 8. júní 2020

Á degi hafsins – stærsta vistkerfi Jarðar   

Í tilefni af degi hafsins fjallar Árni Finnsson um verndun sjávar – hér heima sem og alþjóðlegah ttps://kjarninn.is/skodun/2020-06-07-a-degi-hafsins-staersta-vistkerfi-jardar/

Kjarninn 5. Júní 2020

Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVI

„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.

https://kjarninn.is/frettir/2020-06-04-mannkynid-er-buid-ad-vera-ef-thad-skiptir-ekki-um-kurs-i-kjolfar-covid/

13.06.2019

AVS-styrkur

til HYNDLU, HAFRÓ og MATÍS

 

 

Í maí s.l. fékk Hyndla ehf ásamt Hafrannsóknarstofnun og MATÍS styrk úr AVS-sjóðnum til tveggja ára að fjárhæð kr. 20 milljónir. Styrkurinn er veittur vegna rannsókna á klóblöðku og þróun aðferða við ræktun hennar í eldiskerjum á landi með borholusjó. Þróunarverkefnið mun nýtast við tilraunir með aðrar þangtegundir þegar fram líða stundir.

 

„AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

AVS rannsóknasjóður veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs. Skammstöfunin AVS er einmitt til kominn af orðunum "Aukið Verðmæti Sjávarfangs" Styrkir eru veittir til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis. Styrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum“

 

Við erum sjóðnum afar þakklát fyrir þá framsýni sem hann sýnir með því að styrkja verkefnið. Í okkar huga, sem stöndum að verkefninu, getur það stuðlað að nýrri atvinnugrein með ræktun þangs og þara með sjálfbærum hætti án þess að gengið verið um of á náttúruleg búsetusvæði sjávarplantna og þeirra lífvera sem þar þrífast, með tínslu og slætti.

 

Nýting þangs og þara og þeirra margvíslegu efna sem í þeim er að finna mun aukast til mikilla muna á næstu árum og áratugum.  Háum fjárhæðum er nú varið í rannsóknir og þróun ræktunaraðferða þörunga hjá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum, Kanada og víða um heim. Við hjá Hyndlu teljum að á Íslandi séu einstakar aðstæður til ræktunar þörunga vegna legu landsins, ómengaðs umhverfis, hreins sjávar og hreinna og sjálfbærra orkugjafa.

 

Samstarfsaðilum okkar hjá HAFRÓ og MATÍS þökkum við fyrir einkar ánægjulegt og gefandi samstarf og væntum mikils af því á komandi árum.

 

13.06.2019

HYNDLA fær rannsóknarleyfi

á Reykjanesi

Í byrjun júní  gerði Hyndla ehf samkomulag við Ríkiseignir f.h. Ríkissjóðs Íslands um rannsóknarleyfi í fjöru Flekkuvíkur- jarðanna Flekkuvík 1 og Flekkuvík 2 á Vatnsleysuströnd.

 

Í samkomulaginu segir m.a.: „Veitt er rannsóknarleyfi á þara og þörungum í fjöru ofangreindra jarða. Í leyfinu felst taka sýna úr fjörunni til rannsókna og tilrauna. Umrætt landsvæði í fjörunni liggur einungis milli stórstraumsfjöru og stórstraumsflóðs. Ekki er fyrirhugað að þarna verði um neina magntöku á þörungum að ræða heldur aðallega sáðtöku í vísindaskyni fyrir frekari ræktun.

Leyfið gildir til ársloka 2020 og möguleiki er á framlengingu leyfisins ef vel gengur.“

 

Fjaran við Flekkuvík er einstök fyrir hreinleika sinn og fjölbreytni sjávargróðurs. Taka sýna verður gerð í samvinnu við Karl Gunnarsson hjá Hafrannsóknarstofnun þannig að gætt verði ítrustu varfærni og kostgæfni. Samkomulagið er Hyndlu ehf einkar mikilvægt til áframhaldandi rannsókna- og þróunarverkefna.

 

Ríkiseignum er færðar bestu þakkir fyrir ánægjlega samvinnu við að koma samkomulagi þessu í höfn.  

 

 

20.03.2019

Strandbúnaðar 2019
Ráðstefna um fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt verður haldin á Grand Hótel Reykjavík, dagana 21.-22. mars. 

Sjá ráðstefnuhefti:  ​https://strandbunadur.is/wp-content/uploads/2019/03/Radstefnuhefti2019-vef.pdf

Á ráðstefnunni mun  Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur og stjórnarformaður Hyndlu ehf flytja erindi sem hún nefnir: Inniræktun stórþörunga í borholusjó. Markmið Hyndlu er að þróa sjálfbæra og arðbæra framleiðslu á eftirsóttum innlendum stór-þörungum ræktuðum í borholusjó. Gerðar hafa verið tilraunir með  alíslenskan  rauðþörung, klóblöðku, af tegundinni Schizymenia. Hún vex neðarlega í fjöru þar sem erfitt getur verið að tína hana. Klóblaðka er áhugaverð sökum bragðgæða en einnig vegna innihalds lífvirkra efna. Sagt verður frá svörun þörungsins við ljósi og hita, vaxtarhraða og fjölgun í kerjum svo og næstu skrefum. ​

Guðrún flytur erindi sitt föstudaginn 22. mars, kl 12. 

09. 12. 2018.

Fjallað var um Hyndlu í sjónvarpsþættinum Landanum á RÚV þann 9. des s.l. 

Sjáið

 http://www.ruv.is/landalandakort/1343251


  

19. 02. 2018.

Hér má sjá fróðlegt viðtal við Karl Gunnarsson sérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun,  samstarfsmann okkar hjá Hyndlu ehf, um eldi á klóblöðku (Shcyzimenia sp). Viðtalið birtist í Fiskifréttum þann 21. desember 2017.

20.12.2017

Góður fréttaskýringarþáttur um súrnun sjávar í Speglinum í gær.

http://www.ruv.is/frett/hvad-bidur-thin-beitukongur

27.10.2017

Líffræðiráðstefnan í Öskju dagana 26.-28. október.

http://biologia.is/

  

15:10.2017

Viðtal við Ólaf Ragnar um Arctic Cercle

https://kjarninn.is/folk/2017-10-11-islendingar-bua-i-luxusgardi-heimsins/

 

15.10.2017

Ráðstefnan Arctic Circle lauk í kvöld.

http://www.arcticcircle.org/about/about/

15.10.2017

12. október alþjóðadagur þörunga.

http://news.algaeworld.org/2017/10/october-12th-declared-as-the-world-algae-day/

08.10.2017

Sjávarútvegsráðstefnan 2017 verður haldin í Hörpu dagana 16.-17. nóvember.

Sjá nánar dagskrá á  vef ráðstefnunar: http://sjavarutvegsradstefnan.is/sjavarutvegsradstefnan-2016/

Hyndla ehf

Þingholtsstræti  30

101 Reykjavík

Telephone: 00 354 8610524

hyndla@hyndla.is

  • Instagram
  • Facebook
  • Twitter