Stjórn Hyndlu ehf :

Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur, stjórnarformaður.
 
Gestur Ólafsson, skipulagsfræðingur og arkitekt, meðstjórnandi.       
Bjarni Grétar Bjarnason, framkvæmdastjóri Hyndlu ehf,  meðstjórnandi.   

Hvaðan kemur nafnið Hyndla?

 

Frá Hyndlu segir í eddukvæðinu Hyndluljóðum. Hún var jötunmey.

Hún bjó í helli og ferðaðist um á úlfi. Um jötunmeyjar segir m.a. ,,það var kraftur og hreyfing sem fylgdi þessum konum." ,,Þær bjuggu yfir kunnáttu og áttu gripi góða, sem goðin vildu eignast." 

 

Vaki mær meyja,

vaki mín vina,

Hyndla systir,

er í helli býr

 

Þetta er upphaf Hyndluljóða þar sem Freyja ávarpar Hyndlu.

 

Um Hyndluljóð segir: 

,,Hyndluljóð segja frá því að Freyja fer að finna tröllkonuna Hyndlu til að biðja hana um að koma með sér til Valhallar. Þær halda svo þangað. Freyja ríður geltinum Hildisvína og Hyndla úlfi. Ástæða ferðarinnar er sú að Freyja vill að Hyndla kenni Óttari ættartölur sínar svo hann geti komist höndum yfir arf sinn.”

 

Okkur finnst ekki ótilhlýðilegt að kenna nafn félagsins við Hyndlu, sem var náttúruvera, jötunmey, bjó í helli, kraftmikil og fjölkunnug.

Hyndla ehf

Nægtarbrunnur þörunga.

Hyndla ehf

Þingholtsstræti  30

101 Reykjavík

Telephone: 00 354 8610524

hyndla@hyndla.is

  • Instagram
  • Facebook
  • Twitter